Fagleg og persónuleg þjónusta í 20 ár

Fagafl ehf. hefur annast viðhald, hvort sem um ræðir innan- eða utanhús ásamt nýsmíði fasteigna fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Meðal stærstu verkkaupa eru Reykjavíkurborg og Garðabær, en fyrirtækið hefur tekið að sér mörg ólík verkefni undanfarin 20 ár. Fagafl ehf. er í góðu samstarfi við undirverktaka og getur því boðið upp á smíða-, múr- og málningarþjónustu. Þar að auki er Fagafl ehf. í góðu samstarfi við hönnunar- og verkfræðistofur.

Smíðaþjónusta

  1. Klæðningar
  2. Glugga, gler og hurðaskipti
  3. Þakviðgerðir

Múrþjónusta

  1. Háþrýstiþvottur
  2. Múrviðgerðir
  3. Flotun

Málningarþjónusta

  1. Málun á þaki
  2. Málun á stein
  3. Málun á timbri

Fagafl ehf. hefur sérhæft sig í nýsmíði og viðhaldi fasteigna og hefur það verið ein helsta sérgrein þess frá upphafi. Fyrirtækið er 18 ára gamalt og var undir stjórn Stefáns Gunnars Bragasonar húsasmíðameistara frá stofnun til ársins 2012.

Sigurður Stefánsson húsasmíðameistari tók við stjórn árið 2012 og hefur stýrt fyrirtækinu síðan. Fjöldi starfsmanna hjá fyrirtækinu fer eftir umfangi og fjölda verkefna hverju sinni.

Fagafl ehf. hefur innleitt gæðahandbók sem byggist á forskrift frá Samtökum Iðnaðarins. Gæðahandbókinni er m.a. ætlað að leiða til markvissrar vinnu, tryggja framgang verksins, lágmarka mistök og endurvinnu ásamt að fyrirbyggja óhöpp og slys í samræmi við Handbók um öryggi, heilbrigði og umhverfi á vinnustað.

sigurdur@fagafl.is bokhald@fagafl.is
Sigurður Stefánsson
Sigurður Stefánsson
Húsasmíðameistari

Hafa samband

Sendu okkur fyrirspurn ef þú óskar eftir tilboði í verkefni eða vilt sækja um starf hjá okkur.

Villa kom upp! Vinsamlegast reyndu aftur.

Takk fyrir að senda okkur fyrirspurn! Við höfum samband.